Jeppesen: Vil mæta Íslandi í 16-liða úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 24. janúar 2015 10:30 Jeppesen í leik með danska landsliðinu fyrir nokkrum árum. vísir/afp Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14