Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 13:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42
Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00