Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 12:34 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/GVA „Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30