Handbolti

Spánn vann A-riðilinn með fullu húsi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Línumaðurinn magnaði Julen Aguinagalde skorar fyrir Spán.
Línumaðurinn magnaði Julen Aguinagalde skorar fyrir Spán. vísir/afp
Heimsmeistarar Spánar unnu öruggan fjögurra marka sigur á Slóvenum, 30-26, í lokaumferð A-riðils á HM 2015 í handbolta í dag.

Spánverjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, og náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik, síðast undir lok hans, 29-24.

Heimsmeistararnir voru miklu betri en Slóvenar í leiknum þrátt fyrir að missa hinn frábæra varnarmann, Gedeón Guardiola, leikmann Rhein Neckar Löwen, út af með beint rautt spjald eftir tólf mínútur í seinni hálfleik.

Valero Rivera, sonur landsliðsþjálfara Katar, skoraði mest fyrir Spán eða sex mörk og Alex Dujshebaev, sonur Talants Dujshebaevs, skoraði fimm mörk.

Spánn vinnur A-riðilinn með tíu stig eða fullt hús og Katar er öruggt með annað sætið. Það er með sex stig líkt og Slóvenar en hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Katar á eftir leik gegn Hvíta-Rússlandi.


Tengdar fréttir

Brasilía og Túnis tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum

Brasilía (A-riðill) og Túnis (B-riðill) urðu í dag síðustu liðin í sínum riðlum til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar. Túnisbúar höfðu ekki mikið fyrir sigri á Íran en það reyndi meira á Brasilíska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×