Handbolti

Vignir: Aldrei lent í öðru eins með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Eva Björk
„Ég hef aldrei lent í öðru eins með landsliðinu. Þetta var alveg skelfilegt,“ sagði Vignir Svavarsson um leikinn gegn Tékklandi á fimmtudag þar sem Ísland tapaði með ellefu marka mun.

„Við höfum í raun engar skýringar aðrar en að enginn okkar mætti til leiks í gær og að við vorum langt frá okkar besta. Ég er engu nær.“

Hann segir að strákarnir geti gert betur gegn Egyptum í dag. „Það þýðir ekkert annað en að mæta bandbrjálaðir til leiks á morgun. Ef við ætlum okkur áfram þá verðum við að vinna þennan leik.“

Vignir segir að leikmenn finni fyrir smá þreytu á þessu stigi keppninnar en að það sé ekkert til að kvarta yfir.

„Þetta verður erfiður leikur gegn Egyptum enda mikil stemning í kringum liðið. Við eigum að geta unnið þá ef við sýnum okkar rétta andlit og það er það sem við þurfum að gera á morgun.“



Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×