Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Arnar Björnsson í Katar skrifar 23. janúar 2015 18:23 Patrekur Jóhannesson með "teipið“ á fingrunum. Vísir/Eva Björk Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39
Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51