Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:27 Tryggvi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. vísir Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn á lekamálinu stóð, fari ekki fram. Þá verði umboðsmaður að geta treyst því að embættismenn segi honum satt þegar hann beini til þeirra spurningum. Umboðsmaður Alþingis gaf út ítarlegt álit sitt á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lekamálið í dag. Þá mætti hann á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun til að fara yfir niðurstöðurnar. Á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun kom fram að alvarleiki málsins varð umboðsmanni ljós þegar samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu lágu fyrir. Í máli Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns kom fram að innanríkisráðherra hefði í tvígang gefið honum ófullnægjandi svör og ekki gert hreint fyrir sínum dyrum fyrr en í bréfi til umboðsmanns hinn 8. janúar, þar sem hún viðurkenndi að samskipti hennar við lögreglustjóra hefðu ekki að öllu leyti verið réttmæt.Baðst afsökunar „Og að mér viðstöddum þá baðst fyrrverandi innanríkisráðherra afsökunar á framgöngu sinni í þeim og þeim samskiptum sem þarna áttu sér stað,“ segir Tryggvi. Þá skoðaði umboðsmaður samskipti aðstoðarmanna ráðherra við lögreglustjóra og kemst að þeirri niðurstöðu að skerpa þurfi á þeim reglum svo starfsmenn stofnana og almenningur þekki hlutverk þeirra. Þá þurfi að skerpa á síðareglum ráðherra almennt. „Voru þær settar með rétum hætti? Það var niðurstaða umboðsmanns að svo hafi ekki verið í þeesu tilviki, að því er varðar þá ríkisstjórn sem fyrrverandi innanríkisráðhera sat,“ segir umboðsmaður.Brotalamir á skráningu Þá séu miklar brotalamir í skráningu funda ráðherra, sérstaklega þegar hann fundar einn með aðilum utan ráðuneytisins.Umfjöllun fjölmiðla varð til þess að umboðsmaður hóf sína eftirgrennslan með því að kalla lögreglustjóra á sinn fund. „Og ég áttaði mig þá strax á því að þarna hefðu átt sér stað samskipti sem ég alla vega hef alveg frá upphafi litið svo á að hafi verið afskaplega alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður hefur með höndum,“ segir Tryggvi. Þróunin í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi hafi verið í þá átt að aðskilja hið pólitíska vald frá rannsókn mála. „Og þar af leiðandi að almenningur og við borgararnir megum treysta því að rannsókn lögreglunnar miði eingöngu að þvi að afla nauðsynlegra og réttra upplýsinga til þess að hægt sé að taka afstöðu um saksókn,“ segir Tryggvi. Mikilvægt sé að þeir sem vinni að rannsókn mála geti gert það sjálfstætt og hlutlægt án áhrifa annarra stjórnvalda. „Og ég tala nú ekki um ef að viðkomandi hefur einhverja þá aðild eða einhverja þá stöðu og tengslvið viðkomandi mál sem ekki verða talin samrímanleg þessu,“ segir Tryggvi. Lögreglustjórinn hafi að beiðni ríkissaksóknara verið að skoða kærur um meint trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu og lögreglan hafi unnið sitt verk og því hafi kerfið að því leyti ekki brugðist. „Það sem ég er að skoða er hins vegar alveg tiltekinn afmarkaður þáttur sem ég tel að sé mjög mikilvægur út frá því eftirlitshlutverki sem ég hef með höndum og út frá sjónarhorni okkar almennings að sé í lagi. Við eigum semsagt að geta treyst þvi að svona samskipti fari ekki fram,“ sagði Tryggvi Gunnarsson á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Lekamálið Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02 Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að álit umboðsmanns Alþingis sýni að full þörf hafi verið á rannsókn hans. 23. janúar 2015 19:02
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47
Píratar vilja rannsaka „ósannsögli“ ráðherrans og „tilraun til hvítþvottar“ Þingflokkurinn segir að Alþingi þurfi að taka álit umboðsmanns til vandlegrar skoðunar og meta í framhaldinu til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. 23. janúar 2015 12:39
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30