Handbolti

Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær.

Í 16-liða úrslitunum mætir Ísland Danmörku sem er undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins.

Í HM-kvöldi í gær spurði Hörður Magnússon sérfræðinga sína, Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason, hvort Ísland ætti einhverja möguleika gegn þessu ógnarsterka danska liði án Arons Pálmarssonar?

„Þetta er mjög góð spurning. Aron Pálmarsson ... það er hans skylda að spila með Íslandi á móti Dönum,“ sagði Gaupi.

„Auðvitað hefur hann ekki gengið heill til skógar en ég er sannfærður um að hann eigi að geta spilað þennan leik. Og það verður að reyna allt sem hægt er til að fá hann í gírinn og fá hann með okkur.

„Ég er sannfærður um að það muni takast því Aron Pálmarsson er keppnismaður, alinn upp í Hafnarfirði,“ sagði Gaupi ennfremur áður en strákarnir ræddu um hver myndi víkja úr hópnum ef Aron yrði tekinn aftur inn.

„Gunnar Steinn Jónsson spilaði frábærlega í dag (í gær) og það er ekki hægt að setja hann út úr liðinu,“ sagði Gaupi.

Kristján telur líklegast að Sigurbergi Sveinssyni verði fórnað.

„Svo virðist vera sem Aron sé búinn að „plassera“ Sigurbergi á bekkinn - hann vill ekki setja hann inn aftur inn á eftir frammistöðu hans á mótinu.

„Ef Aron kemur inn býst ég við að hann taki sæti Sigurbergs. Og ég vona svo sannarlega að Aron verði með því við verðum að hafa hann með á móti 6-0 vörn Dana,“ sagði Kristján.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum

„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×