Dagur: Feginn að sleppa við sirkusinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 10:02 Dagur Sigurðsson á blaðamannafundinum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48
Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37
„Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00
Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti