Ísland endaði í 3. sæti C-riðils með fimm stig úr fimm leikjum en Frakkar unnu riðilinn með níu stig.
Eins og svo oft áður er Guðjón Valur Sigurðsson markahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 25 mörk. Landsliðsfyrirliðinn skoraði 21 af þessum 25 mörkum í tveimur leikjum, gegn Alsír og Egyptalandi, en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum.
Alexander Petersson kemur næstur með 18 mörk og þar á eftir er Aron Pálmarsson með 17 mörk en hann missti af leiknum gegn Egyptum í gær.
Alls skoraði íslenska liðið 127 mörk í riðlakeppninni en aðeins Alsír skoraði færri í okkar riðli, eða 109 mörk.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í riðlakeppninni, eða 38% þeirra skota sem hann fékk á sig.
Björgvin spilaði mest allra leikmanna íslenska liðsins í leikjunum fimm, eða rúmlega 255 mínútur (fjóra klukkutíma, 15 mínútur og 29 sekúndur).
Alexander Petersson spilaði mest af útileikmönnum Íslands. Skyttan örvhenta spilaði í rúma fjóra klukkutíma (4:04,53).
Guðjón Valur, sem hefur jafnan verið efstur á listanum yfir flestar spilaðar mínútur hjá Íslandi á stórmótum, kemur næstur en hann hefur spilað í fjóra klukkutíma og rúma mínútu.
Það kemur kannski fáum að óvart að Vignir Svavarsson hefur fengið flestar brottvísanir í íslenska liðinu, eða átta talsins.
Bjarki Már Gunnarsson kemur næstur með sex brottvísanir og aldursforsetinn Sverre Jakobsson hefur fimm fengið að fjúka út af.

Guðjón Valur Sigurðsson - 25 mörk
Alexander Petersson - 18
Aron Pálmarsson - 17
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 13
Snorri Steinn Guðjónsson - 12
Róbert Gunnarsson - 11
Arnór Þór Gunnarsson - 10
Arnór Atlason - 6
Vignir Svavarsson - 4
Kári Kristján Kristjánsson - 4
Stefán Rafn Sigurmannsson - 3
Gunnar Steinn Jónsson - 3
Bjarki Már Gunnarsson - 1
Flestar mínútur spilaðar:
Björgvin Páll Gústavsson - 4:15,29
Alexander Petersson - 4:04,53
Guðjón Valur Sigurðsson - 4:01,36
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3:28,48
Aron Pálmarsson - 2:41,21
Arnór Þór Gunnarsson - 2:23,25
Snorri Steinn Guðjónsson - 2:11,14
Arnór Atlason - 2:03,34
Vignir Svavarsson - 1:53,40
Sverre Jakobsson - 1:51,48
Bjarki Már Gunnarsson - 1:38,00
Róbert Gunnarsson - 1:27,47
Stefán Rafn Sigurmannsson - 1:09,29
Aron Rafn Eðvarðsson - 33:35
Kári Kristján Kristjánsson - 31:03
Sigurbergur Sveinsson - 23:56
Gunnar Steinn Jónsson - 20:22

Björgvin Páll Gústavsson
68(6) varin skot (þar af víti)/185(17)=37%
Aron Rafn Eðvarðsson
11(1)/29(3)=38%
Flestar brottvísanir:
Vignir Svavarsson - 8x2 mínútur
Bjarki Már Gunnarsson - 6
Sverre Jakobsson - 5
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 3
Alexander Petersson - 3
Stefán Rafn Sigurmannsson - 3
Róbert Gunnarsson - 2
Arnór Atlason - 2
Gunnar Steinn Jónsson - 1