Verður Gunnar Steinn leynivopn Íslands gegn Guðmundi? Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 19:00 Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18