Eins og kom fram á Vísi í morgun leið Aroni betur í gær og mun hann taka meira á því á æfingu liðsins í dag. Endanleg ákvörðun um hvort hann spili gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans verður þó ekki tekin fyrr en á morgun.
Sjá einnig:Guðjón Valur markahæstur í íslenska liðinu eftir riðlakeppnina | Vignir oftast út af

„Takk Elli,“ skrifar Aron við myndina og beinir þökkum sínum að öllum líkindum að Elís Þór Rafnssyni, sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Aron bætir svo við kassmerkjunum #heilahristingur og #nálar.
Aron spilaði tæpan fjóran og hálfan leik fyrir Ísland í riðlakeppninni. Hann skoraði 17 mörk og gaf 20 stoðsendingar. Hann er í 4.-5. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn mótsins.