Naumur sigur Króata | Öruggt hjá Spánverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 19:36 Joan Cañellas skoraði þrjú mörk fyrir Spán gegn Túnis. vísir/getty Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00
Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22
Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52