Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. janúar 2015 21:15 Sigrún Helga varð tvöfaldur Evrópumeistari um helgina. 22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira