Silvio Heinevetter og Carsten Lichtlein eru markverðir Þjóðverja á HM. Heinevetter spilar undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin og er ánægður með gengi Þjóðverja í keppninni.
„Já við erum himinlifandi eftir að hafa unnið riðilinn en leikurinn við Egypta í 16 liða úrslitunum verður erfiður því þeir eru með sterkt lið“.
Kom það þér á óvart að þið unnu riðilinn? „Já það gerði það en við höfum spilað vel og það er góð barátta í liðinu. Við erum ekki enn farnir að velta því fyrir okkur Füchse Berlin hvort við komust í undanúrslit. Næsti leikur er alltaf sá erfiðasti og við þurfum að einbeita okkur að Egyptunum.“
„Andinn í hópnum hjá okkur er mjög góður. Við erum ekki með stórstjörnur eins og Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Liðsheildin hjá okkur er sterk, allir leikmenn í hópnum hafa hlutverk hvort þeir spila í 5 mínútur eða 50 mínútur í hverjum leik.“
Hvernig er svo þjálfarinn, Dagur Sigurðsson? „Hann er góður þjálfari og Íslendingar eiga nóg af þeim og Dagur er einn þeirra“.
Heinevetter: Íslendingar eiga nóg af góðum þjálfurum
Tengdar fréttir

Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport
Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum.