Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Hjörtur Hjartarson skrifar 26. janúar 2015 19:15 Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira