Handbolti

Guðjón Valur: Mættum sterkara liði

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr ellefu skotum gegn Dönum og var sá eini í liðinu sem lék allan leikinn. Var það áfall að komast ekki lengra í keppninni en í 16 liða úrslit?

„Já það var það náttúrulega því við vildum meira. Við lentum á mjög sterku dönsku liði sem lék varnarleik sem við áttum erfitt með að leysa."

Byrjunin eins og í mörgum öðrum leikjum var ekki góð?

„Nei við erum í stökustu vandræðum með að leysa þeirra vörn. En ég er samt eins og eftir síðasta leik ánægður með strákana, með þeirra vinnu, vilja og baráttu. Það eru allir af vilja gerðir en við vorum einfaldlega að spila við sterkara lið."

Sérðu landsliðið stíga einhver framfara skref í kjölfarið á þessu móti?

„Já við þurfum að reyna að taka með það sem við getum úr þessu móti en við þurfum að sjá hvernig liðið verður næst þegar við komum saman. Við vitum ekkert hvernig liðið verður þá í sambandi við meiðsli eins og við höfum lent í nú og hverjir verða áfram. Ég vona það svo innilega að við getum orðið betri til þess eru við að mæta.  Það er erfitt að tala um þetta strax eftir mót því við erum núna að fara heim til okkar í vinnuna okkar og skipta um búninga en svo hittumst við aftur í apríl.

„Frakkarnir og Danirnir eru mjög sterkir. Það verður gríðarlega athyglisverður leikur þegar Spánverjar mæta Dönum. Þar mæta Danirnir vörn sem þeir hafa kannski átt í erfiðleikum með. Ég held að það verði skemmtilegur leikur. Frakkarnir með alla sína reynslu og sína getu eru illviðráðanlegir. Ég hef ekki séð mikið af hinum liðunum sem eru í 8-liða úrslitunum en Danir og Frakkar eru mjög góðir“.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Snorri: Mótið er vonbrigði

Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari.

Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum

Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað.

Aron Kristjáns: Erfitt þegar Landin er í stuði

Aron Kristjánsson segir að sigur Dana á Íslendingum hafi verið sanngjarn. Hann vill ekki svara því hvort hann myndi velja sömu leikmenn ef hann stæði frammi fyrir því að velja liðið núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×