Frumsýna kvikmynd í sýndarveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 10:45 Vísir/Getty Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika. Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika.
Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30
Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00
Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51