Frumsýna kvikmynd í sýndarveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 10:45 Vísir/Getty Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika. Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrirtækið Oculus VR, sem vinnur að þróun sýndarveruleikagleraugna mun frumsýna í dag, teiknimynd sem horfa á með sýndarveruleikagleraugum fyrirtækisins. Þannig munu áhorfendur myndanna standa í miðju kvikmyndanna og upplifa sig sem þátttakenda. Teiknimyndin Lost er um fimm mínútur að lengd og verður sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í dag. Brendan Iribe, forstjóri Oculus segir Forbes að hugmyndin hafi fyrst komið upp þegar fyrirtækið sýndi þekktum leikstjóra sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins. Þegar leikstjórinn tók af sér gleraugun sagði hann: „Brendan, gerum kvikmynd. Hvernig gerum við það?“ Iribe segist ekki hafa getað svarað spurningu leikstjórans og því hafi verið farið í að finna svör. Oculus VR stofnaði kvikmyndafyrirtækið Story Studio, sem ætlað er að framleiða kvikmyndir fyrir sýndarveruleika. Síðasta árið hefur fyrirtækið ráðið til sín vana menn frá Pixar og öðrum framleiðendum til að þróa tæknina áfram og ýta undir áhuga annarra kvikmyndargerðarmanna á tækninni. Hugmyndin að kvikmyndafyrirtækinu kom upp áður en Facebook keypti Oculus í fyrra, en haft er eftir Irbe á vef TechCrunch að stærð Facebook hafi hjálpað mjög við uppsetningu Story Studio. Þrátt fyrir að myndin sé einungis fimm mínútur að lengd getur áhorfandinn stöðvað hana hvenær sem er til að skoða betur einstök atriði. Þá getur umhverfið brugðist við áhorfandanum. Á vef Forbes segir að þrátt fyrir að Lost sé fyrsta mynd Oculus, þá sé hún ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Einstaklingar sem og önnur fyrirtæki hafa tekið upp myndir og gert teiknimyndir sem gerðar eru fyrir sýndarveruleika.
Tengdar fréttir Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30 Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00 Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Upplifa Ísland í sýndarveruleika Sýndarveruleikaframleiðandinn Verge hefur nú gefið út tölvuleikinn Iceland, sem hægt er að spila með sýndarveruleikabúnaðinum Oculus Rift. 6. janúar 2015 11:30
Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. 8. nóvember 2014 11:00
Helstu tæki ársins 2014 Vísir fer yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. 19. desember 2014 14:51