Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 15:00 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur. HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira