Alþjóðahandboltasambandið bauð upp á getraunaleik á heimasíðu sinni þar sem viðkomandi þátttakandi gat giskað á úrslit allra leikja í riðlakeppninni.
Þrír efstu í leiknum fá fría ferð á úrslitahelgi heimsmeistaramótsins og eru því á leið til Katar um næstu helgi.
Íslendingarnir Óli Ævarsson og Þórir Ólafsson voru báðir í hópi þriggja efstu ásamt Spánverjanum Sergio Ruiz Torres. Niðurstöður leiksins má finna hér.
Spádómsgáfa þessara þriggja aðila hefur heldur betur skilað sér og ekki ónýtt fyrir þá að vera á leið í lúxusferð á leiki bestu handboltaþjóða heims.
