Handbolti

Vélmennið er fyrirmyndar tengdasonur og frábær pabbi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Vísir/Eva Björk
Alexander Petersson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð tvö í gær en það eru liðin tíu ár síðan að Alexander spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland.

„Hann er grjótharður að utan og dúnmjúkur að innan," segir Björgvin Jóhann Barðadal um Alexander Petersson en hann er vinur hans og átti mikinn þátt í að Alex kom til Íslands á sínum tíma.

„Hann er ótrúlega ljúfur og góður," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins.

„Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda."Vísir/Eva Björk
Félagarnir hans í landsliðinu tala allir um hversu vinnusamur hann er og að hann sé fórn fýs og algjör baráttujaxl.  „Ósérhlífinn, einbeittur, mjög áræðinn og þægilegur í samvinnu," eru allt orð sem notuð eru til að lýsa handboltamanninum Alexander Petersson.

„Vönduð manneskja, hörku keppnismaður og heill í gegn. Fyrirmyndartengdasonur myndi ég halda."

„Hann er vélmenni, ótrúlega sterkur og kraftmikill. Hann er ekki hræddur við neitt," segir Hrafnhildur Skúladóttir.

Pabbinn Alexander Petersson er líka kapítuli útaf fyrir sig.

„Helsti kosturinn er hvað hann er góður pabbi," sagði tengdamóðirin Maj-Britt Pálsdóttir.





„Hann er rosalega góður pabbi. Það sést þegar hann kemur inn um dyrnar þá hlaupa litlu strákarnir hans tveir að honum. Þeir eru mjög skotnir í honum og hann er skotin í þeim," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson sem spilar með hjá honum í Rhein-Neckar Löwen.

Jú það vantaði ekki hrósið sem Alexander Petersson fékk í viðtölum við fólk sem þekkir hann en hvað með gallana?  Þeir koma að sjálfsögðu líka fram í nærmyndinni.

Ísland í dag hefur gert nærmynd af fleiri hetjum úr karlalandsliðinu.

Nærmynd af Ólafi Stefánssyni Nærmynd af Guðjóni Val Sigurðssyni Nærmynd af Björgvini Páli Gústavssyni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×