Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 14:13 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Joan Cañellas var hetja Spánverja þegar þeir slógu Dani út í 8-liða úrslitum á HM í Katar í Lusail Sports Arena í kvöld. Lokatölur 24-25, Spáni í vil. Staðan var jöfn þegar lokamínútan gekk í garð. Valero Rivera kom Spánverjum yfir, 23-24, með sínu tíunda marki í leiknum. Danir brunuðu í sókn og Mads Mensah Larsen jafnaði metin með góðu skoti. Manolo Cadenas, þjálfari Spánar, tók þá leikhlé þegar 19 sekúndur voru eftir. Heimsmeistararnir stilltu upp í sókn sem lauk með því að Cañellas skoraði sigurmarkið, tveimur sekúndum fyrir leikslok. Spánverjar fögnuðu vel og innilega en þeirra bíður leikur gegn Evrópumeisturum Frakka í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Danir voru á undan að skora framan af leik þar sem hornamaðurinn Anders Eggert fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Í stöðunni 8-7 fyrir Dani kom góður kafli hjá Spánverjum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 8-10. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum fyrri hálfleik á meðan Danir skoruðu þrjú. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þrívegis tveimur mörkum yfir á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins. Mikkel Hansen var öflugur á þessum kafla en þessi mikla skytta skoraði fimm af sjö fyrstu mörkum Dana í seinni hálfleik. Mensah gerði hin tvö en Spánverjum gekk illa eiga við þá félaga. En líkt og í fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá heimsmeisturunum um miðjan seinni hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 18-16 og í 18-20 og voru komnir með gott tak á leiknum. Danir gáfust hins vegar ekki upp og eftir leikhlé Guðmundar skoruðu þeir þrjú mörk í röð og komust yfir, 23-22, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Spánverjar náðu að jafna í 23-23 og við tók sá æsilegi lokakafli sem áður var lýst. Rivera var markahæsti í liði Spánar með tíu mörk en Cañellas kom næstur með fimm mörk. Þá skoraði Rául Entrerríos fjögur mörk. Eggert og Hansen voru markahæstir í liði Danmerkur með sex mörk hvor. Hansen skoraði hins vegar ekki mark síðustu 20 mínútur leiksins. Mensah skoraði fjögur mörk, öll í seinni hálfleik. Danir, sem töpuðu sínum fyrsta leik á HM í kvöld, mæta Slóvenum á föstudaginn í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Lærisveinar Guðmundar leika svo annað hvort um 5. eða 7. sætið á laugardaginn. HM 2015 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Joan Cañellas var hetja Spánverja þegar þeir slógu Dani út í 8-liða úrslitum á HM í Katar í Lusail Sports Arena í kvöld. Lokatölur 24-25, Spáni í vil. Staðan var jöfn þegar lokamínútan gekk í garð. Valero Rivera kom Spánverjum yfir, 23-24, með sínu tíunda marki í leiknum. Danir brunuðu í sókn og Mads Mensah Larsen jafnaði metin með góðu skoti. Manolo Cadenas, þjálfari Spánar, tók þá leikhlé þegar 19 sekúndur voru eftir. Heimsmeistararnir stilltu upp í sókn sem lauk með því að Cañellas skoraði sigurmarkið, tveimur sekúndum fyrir leikslok. Spánverjar fögnuðu vel og innilega en þeirra bíður leikur gegn Evrópumeisturum Frakka í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Danir voru á undan að skora framan af leik þar sem hornamaðurinn Anders Eggert fór mikinn en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Í stöðunni 8-7 fyrir Dani kom góður kafli hjá Spánverjum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 8-10. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum fyrri hálfleik á meðan Danir skoruðu þrjú. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust þrívegis tveimur mörkum yfir á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins. Mikkel Hansen var öflugur á þessum kafla en þessi mikla skytta skoraði fimm af sjö fyrstu mörkum Dana í seinni hálfleik. Mensah gerði hin tvö en Spánverjum gekk illa eiga við þá félaga. En líkt og í fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá heimsmeisturunum um miðjan seinni hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 18-16 og í 18-20 og voru komnir með gott tak á leiknum. Danir gáfust hins vegar ekki upp og eftir leikhlé Guðmundar skoruðu þeir þrjú mörk í röð og komust yfir, 23-22, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Spánverjar náðu að jafna í 23-23 og við tók sá æsilegi lokakafli sem áður var lýst. Rivera var markahæsti í liði Spánar með tíu mörk en Cañellas kom næstur með fimm mörk. Þá skoraði Rául Entrerríos fjögur mörk. Eggert og Hansen voru markahæstir í liði Danmerkur með sex mörk hvor. Hansen skoraði hins vegar ekki mark síðustu 20 mínútur leiksins. Mensah skoraði fjögur mörk, öll í seinni hálfleik. Danir, sem töpuðu sínum fyrsta leik á HM í kvöld, mæta Slóvenum á föstudaginn í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Lærisveinar Guðmundar leika svo annað hvort um 5. eða 7. sætið á laugardaginn.
HM 2015 í Katar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira