Þjóðverjar hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni

Dómgæslan í leik Katar og Austurríkis fékk mikla athygli enda þótti mörgum verulega hallað á lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska liðinu.
„Manni hefur verið kennt frá því í æsku að sækja alltaf að markinu. Svo þegar maður sótti að markinu í kvöld var dæmt á mann í annað hvert skiptið. Þá var erfitt að halda ró sinni og spila handbolta,“ sagði Viktor Szilagyi, fyririliði austurríska liðsins, í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.
Sjá einnig: Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna
Þetta sama kvöld var Króatía að keppa við Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar en dómarar þess leiks voru frá Katar. Króatískir blaðamenn hér í Doha veltu því fyrir sér hvort að dómarar landanna, Króatíu og Katar, hafa haft samstarf um að dæma þessum tveimur liðum í hag.
Þeir þýsku blaðamenn sem ofanritaður hefur rætt við í aðdraganda leiks Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni. Dómarapar frá Makedóníu, Gjorgi Nachevski og Slave Nikolov, hefur verið sett á leikinn en þeir segja það engu máli breyta.
Sjá einnig: HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM
„Við höfum trú á því að Þýskaland vinni miðað við spilamennsku liðsins í síðustu leikjum. Þetta verður þó erfiður leikur,“ sagði blaðamaður að nafni Martin í samtali við Vísi.
Tengdar fréttir

Patrekur og félagar úr leik
Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.

Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum?
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar.

Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit
Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag.