Handbolti

Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri

Arnar Björnsson skrifar
Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar.  Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum.  Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans.

„Við fengum gott tækifæri til að komast í undanúrslit og afreka eitthvað mikið fyrir okkur og þýskan handbolta. Okkur tókst ekki að spila af sama krafti og í öðrum leikjum okkar í keppninni“.

Var þetta ykkar versti leikur í keppninni?

„Já ég held það. Við gerðum of mörg mistök í sókninni og klúðruðum góðum færum“.

Þeir léku fast í byrjun, var það eitthvað sem þið reiknuðuð með?

„Já við bjuggumst við því. Við héldum bara að okkur tækist að vinna betri lausnir gegn leik þeirra eins og við gerðum í öðrum leikjum í keppninni.  Í dag gerðum við það ekki“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×