Handbolti

Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson voru báðir mjög svekktir í leikslok.
Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson voru báðir mjög svekktir í leikslok. Vísir/Eva Björk
Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar.

Heimsmeistaramótið er þó ekki búið hjá landsliðum Guðmundar og Dags. Danmörk og Þýskalanda fara núna í keppni um 5. sætið og 7. sætið en liðin í 5. til 7. sæti vinna sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016.

Guðmundur og Dagur geta því enn mæst aftur á HM í Katar, hvort sem það verður í leiknum um fimmta sætið eða í leiknum um sjöunda sætið en lið þeirra gerðu jafntefli í innbyrðisleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.

Mætist þau annaðhvort í leiknum um fimmta eða sjöunda sætið verður hinsvegar spilað til þrautar og jafntefli því ekki inn í myndinni en þeir hafa gert jafntefli í báðum innbyrðisleikjum sínum á stórmótum.

Þýskaland mætir Króatíu á morgun og Danmörk spilar við Slóveníu. Það lið sem vinnur þessa leiki spilar um fimmta sætið á laugardaginn en þau lið sem tapa spila um sjöunda sætið sem eru um leið síðasta sætið inn í forkeppni Ólympíuleikanna.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Sorglegur endir

Guðmundur Guðmundsson og drengirnir hans í danska landsliðinu voru eðlilega langt niðri eftir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Spánverja með minnsta mun í Lusail í kvöld, 25-24.

Getum verið stoltir af spilamennskunni

Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær.

Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri

Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×