Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2015 09:29 Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti