Green um sigurmark Spánar: Tilfinningin hræðileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 29. janúar 2015 16:30 Jannick Green. Vísir/Getty Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00
Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00