Formúla 1

Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jonathan Neale framkvæmdastjóri McLaren talar niður væntingar til liðsins á fyrri hluta tímabilsins.
Jonathan Neale framkvæmdastjóri McLaren talar niður væntingar til liðsins á fyrri hluta tímabilsins. Vísir/Getty
McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform.

Honda snýr aftur í Formúlu 1 með það að markmiðið að verða meistari. Jonathan Neale, framkvædastjóri McLaren gerir sér þó litlar vonir þangað til að bíllinn er orðinn áreiðanlegur.

„Hvað varðar markmið fyrir 2015 þá viljum við halda áfram að þróa undirvagninn sem var farinn að lofa góðu 2014 - við eigum enn talsvert í fremstu bíla þar. Við munum þurfma að komast til botns í gríaðrlega flókinni tækn sem við höfum þróað með Honda á fyrri hluta tímabilsins og þegar við erum komnir með undirstöðu atriðin á hreint munum við skoða hvar við stöndum gagnvart öðrum liðum á brautinni og gefa svo í,“ sagði Neale.

„Við höfum hógvær markmið fyrir fyrstu æfinguna, við viljum skilja tæknina, passa að báðum ökumönnum liði vel í bílnum og tryggja að kerfin virki sem skyldu. Við erum með gríðarlegt magn af nýrri tækni um borð, við erum með nýtt ERS-kerfi með lithium-ion rafhlöðum, nýtt rafkerfi, nýja V6 vél, nýjan loftflæðigrunn, tvo ökumenn, alveg nýtt glussakerfi, gírkassa… það er mikið að finna út úr,“ bætti Neale við.

Flest liðin eru þessa dagana að afhjúpa nýja bíla sína og fyrsta æfingalotan fyrir komandi tímabil hefst á sunnudag í Jerez.

Öllum nýju bílunum verða gerð góð skil í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi sem birtist fljótlega.


Tengdar fréttir

Honda má eftir allt þróa sína vél

Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu.

Vélaþróun leyfileg 2015, fyrir suma

Gloppótt reglugerð gerir það að verkum að breytingabannið sem lék Ferrari og Renault grátt í lok síðasta tímabils verður ekki til staðar í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×