Lítill púki í Gaupa | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 14:00 Undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar er lokið og á morgun heldur liðið til Doha. Það voru mikil batamerki á leik íslenska liðsins um síðustu helgi er það mætti Svíum, Dönum og Slóvenum. Tap gegn Svíum, frábær sigur á Dönum og svo jafntefli gegn Slóvenum. Í kjölfarið skar landsliðsþjálfarinn hópinn sinn niður úr 20 í 17 sem fara til Katar. „Ég get ekki sagt annað en að Aron hafi valið rétt að þessu sinni. Auðvitað setja menn spurningamerki við Rúnar Kárason en hann sýndi gegn Þjóðverjum og Svíum að hann er ekki alveg tilbúinn í slaginn. Hann mun koma til baka en mér fannst hann ekki í sakk búinn til þess að taka þátt að þessu sinni," segir Gaupi. Gaupi er eðlilega ánægður með framfarirnar sem liðið sýndi um helgina en hefur nokkrar áhyggjur af varnarleiknum. „Leikirnir gegn Dönum og Slóvenum voru mjög góðir. Það var mikil breyting á liðinu frá leikjunum gegn Þjóðverjum. Sóknarleikurinn var mun betri sem skýrist á því að Aron Pálmarsson kom inn. Hann bætir okkar lið um 20 prósent. Gríðarlega mikilvægur leikmaður enda einn sá besti í heiminum í dag. Það getur ekkert lið verið án svona manns. „Við fundum línuna mjög vel og Róbert ógnarsterkur. Varnarleikurinn var köflóttur. Náðum góðum köflum og á því þarf að byggja. Hins vegar er ljóst að við þurfum betri markvörslu en við fengum í þessum leikjum. Ég er bjartsýnn á að liðið muni spjara sig á heimsmeistaramótinu.„Eitt sem mér fannst athyglisvert er að þjálfarateymið hafði greinilega undirbúið sitt lið gríðarlega vel. Lesið vel í andstæðinginn. Þeir voru óhræddir við að prufa hluti og skipta mönnum inn á. „Jákvæðasti punkturinn er kannski sá að þarna spiluðum við án Guðjóns Vals sem ég held eftir á að hyggja að sé gríðarlegur plús vegna þess að Stefán Rafn stóð sig ótrúlega vel. Þarna er kominn maður sem getur leyst Guðjón Val af." Nýja 3/2/1 vörnin gekk ekki vel gegn Þjóðverjum en allt annað var að sjá hana í nýliðnum leikjum. „Þetta er júgóslavnesk vörn. Hún virkaði mjög vel og sérstaklega gegn Slóvenum. Það tekur tíma að slípa þessa vörn og hún gæti orðið sterkt vopn. Til að mynda gegn Svíum." Guðjón segir að íslenska liðið hafi staðist prófið í undirbúningsleikjunum. „Liðið er í mikilli framför og við ættum að geta komist í sextán liða úrslit. Síðan er það spurningin hvaða andstæðing við fáum á leiðinni. Ég er ekki smeykur við það. Við getum unnið alla og tapað fyrir öllum í svona leikjum. Það er einhver lítill púki í mér sem segir mér að einhvers staðar á leiðinni munum við aftur spila við Dani." Viðtalið við Gaupa má sjá í heild sinni hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar er lokið og á morgun heldur liðið til Doha. Það voru mikil batamerki á leik íslenska liðsins um síðustu helgi er það mætti Svíum, Dönum og Slóvenum. Tap gegn Svíum, frábær sigur á Dönum og svo jafntefli gegn Slóvenum. Í kjölfarið skar landsliðsþjálfarinn hópinn sinn niður úr 20 í 17 sem fara til Katar. „Ég get ekki sagt annað en að Aron hafi valið rétt að þessu sinni. Auðvitað setja menn spurningamerki við Rúnar Kárason en hann sýndi gegn Þjóðverjum og Svíum að hann er ekki alveg tilbúinn í slaginn. Hann mun koma til baka en mér fannst hann ekki í sakk búinn til þess að taka þátt að þessu sinni," segir Gaupi. Gaupi er eðlilega ánægður með framfarirnar sem liðið sýndi um helgina en hefur nokkrar áhyggjur af varnarleiknum. „Leikirnir gegn Dönum og Slóvenum voru mjög góðir. Það var mikil breyting á liðinu frá leikjunum gegn Þjóðverjum. Sóknarleikurinn var mun betri sem skýrist á því að Aron Pálmarsson kom inn. Hann bætir okkar lið um 20 prósent. Gríðarlega mikilvægur leikmaður enda einn sá besti í heiminum í dag. Það getur ekkert lið verið án svona manns. „Við fundum línuna mjög vel og Róbert ógnarsterkur. Varnarleikurinn var köflóttur. Náðum góðum köflum og á því þarf að byggja. Hins vegar er ljóst að við þurfum betri markvörslu en við fengum í þessum leikjum. Ég er bjartsýnn á að liðið muni spjara sig á heimsmeistaramótinu.„Eitt sem mér fannst athyglisvert er að þjálfarateymið hafði greinilega undirbúið sitt lið gríðarlega vel. Lesið vel í andstæðinginn. Þeir voru óhræddir við að prufa hluti og skipta mönnum inn á. „Jákvæðasti punkturinn er kannski sá að þarna spiluðum við án Guðjóns Vals sem ég held eftir á að hyggja að sé gríðarlegur plús vegna þess að Stefán Rafn stóð sig ótrúlega vel. Þarna er kominn maður sem getur leyst Guðjón Val af." Nýja 3/2/1 vörnin gekk ekki vel gegn Þjóðverjum en allt annað var að sjá hana í nýliðnum leikjum. „Þetta er júgóslavnesk vörn. Hún virkaði mjög vel og sérstaklega gegn Slóvenum. Það tekur tíma að slípa þessa vörn og hún gæti orðið sterkt vopn. Til að mynda gegn Svíum." Guðjón segir að íslenska liðið hafi staðist prófið í undirbúningsleikjunum. „Liðið er í mikilli framför og við ættum að geta komist í sextán liða úrslit. Síðan er það spurningin hvaða andstæðing við fáum á leiðinni. Ég er ekki smeykur við það. Við getum unnið alla og tapað fyrir öllum í svona leikjum. Það er einhver lítill púki í mér sem segir mér að einhvers staðar á leiðinni munum við aftur spila við Dani." Viðtalið við Gaupa má sjá í heild sinni hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01
Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24
Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00
Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05