„Ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 11:05 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan. Charlie Hebdo Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan.
Charlie Hebdo Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira