Handbolti

Fjölþjóðlegt lið hjá Katar á HM

Stojanovic í markinu hjá Katörum.
Stojanovic í markinu hjá Katörum. vísir/getty
Það bíða margir spenntir eftir því að sjá lið heimamanna á HM í handbolta.

Katarar hafa safnað liði út um allan heim og í liðinu eru leikmenn frá Svartfjallalandi, Bosníu, Kúbu, Túnís og Egyptalandi.

Þjálfari Katara er síðan Spánverjinn Valero Rivera sem gerði Spánverja að heimsmeisturum á síðasta HM. Hann var líka lengi þjálfari Barcelona.

Markverðir liðsins eru síðan Danijel Saric, markvörður Barcelona, og Goran Stojanovic sem hefur varið mark Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen meðal annars.

Hinn 37 ára gamli Stojanovic er fyrir nokkru fluttur til Doha þar sem hann spilar með Al-Jaish og síðan landsliði Katar.

„Það verður frábær reynsla að spila á HM," sagði Svartfellingurinn Stojanovic sem hefur haft það gott í Doha.

„Við höfum not fyrir alla góða menn. Við ætlum að hafa gaman af þessu og njóta okkar. Markmiðið er að komast í sextán liða úrslit."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×