Hvað er PEGIDA? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 10:39 Meðlimir PEGIDA hafa gagnrýnt innflytjendastefnu Þýskalands harðlega. Vísir/AFP Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag. Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag.
Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent