„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ 14. janúar 2015 15:14 Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. Vísir „Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12