Kári: Þú kannt þetta ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 11:30 Vísir/Eva Björk „Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30
Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00
Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53
Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30