Yfirvofandi verkfall flugvirkja: Helstu samstarfsaðilum Gæslunnar gert viðvart Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:28 Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“ Fréttir af flugi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“
Fréttir af flugi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira