Yfirvofandi verkfall flugvirkja: Helstu samstarfsaðilum Gæslunnar gert viðvart Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:28 Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“ Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja hjá stofnuninni. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og samninganefndar ríkisins stendur nú yfir í húsnæði ríkissáttasemjara og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. „Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa verulega mikil áhrif á flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar og viðbúnaðargetu hennar til að sinna nauðsynlegum verkefnum á sviði leitar og björgunar, löggæslu og sjúkraflutninga. Vænta má þess að ef til verkfalls flugvirkja kemur, mun allt flug á þyrlum og flugvél Landhelgisgæslunnar stöðvast innan örfárra daga og jafnvel klukkustunda. Til að búa sig undir það ástand sem mögulega gæti skapast af þessum sökum hefur Landhelgisgæslan gripið til ýmissa ráðstafana:Helstu samstarfsaðilum hér á landi og erlendis hefur verið gert viðvart, svo sem björgunarmiðstöð danska sjóhersins í Nuuk á Grænlandi, sem hefur aðgerðastjórn á dönsku varðskipunum við Grænland og Færeyjar.Björgunarmiðstöðinni í Færeyjum hefur verið gert viðvart.Varðskipið Þór, sem staðsett er í Reykjavík, hefur verið sett í viðbragðsstöðu.Danska herskipið Triton er staðsett í Reykjavíkurhöfn en þyrla skipsins hefur verið að undanförnu verið í reglubundnu viðhaldi í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Óskað hefur verið eftir að hún verði til taks fyrir Landhelgisgæsluna.Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið settar í aukna viðbragðsstöðu.Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur yfirsýn yfir umferð herskipa og herflugvéla innan íslenska björgunarsvæðisins sem mögulega geta nýst við leitar- og björgunarþjónustu hér við land. Landhelgisgæsla Íslands vonast til að lausn finnist svo ekki komi til verkfalls.“
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira