Guðmundur: Og så videre Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 15:00 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira