Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 22:08 Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. Ísland átti ekki möguleika í Svíþjóð í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld, en okkar strákar töpuðu með átta marka mun, 24-16. „Það er ekki hægt að segja neitt annað um þennan leik nema hann hafi verið hreinasta hörmung. Það er sama hvar var drepið niður fæti: Það var ekkert í lagi fyrir utan vörn og markvörslu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður, sem stýrði fyrsta þættinum af HM-kvöldi á Stöð 2 Sport. „Þetta er einhver slakasti landsleikur Íslands í tvo áratugi. Það var taugaveikun og andleysi. Varnarleikurinn var í sjálfu sér samt allt í lagi,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem var sammála. Sóknarleikurinn var vitaskuld hörmung í kvöld. „Við héldum ekki breidd, við sóttum stöðugt inn á miðsvæðið og það var ekkert tempó í leik íslenska liðsins. Við reyndum fimm skiptingar í fyrri hálfleik sem gengu ekki.“ „Við skorum eitt mark úr yfirtölu sem er skelfilegt, tólf mörk á 50 mínútum og tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta er lið sem á að skora 7-10 mörk í leik úr hröðum upphlaupum. Það breyttist svo ekkert í seinni hálfleik.“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var mönnum sammála, en hann skildi varla á hvað hann hefði verið að horfa. „Það var ótrúlegt að horfa á þennan leik. Það voru vonbrigði að sjá þetta og sjá hvernig liðið kom inn í mótið. Liðið virkaði ekki tilbúið á fyrstu mínútunum og komið 6-2 undir snemma,“ sagði hann. „Það var ótrúlegt að horfa á sóknarleikinn. Það var sama hvað var sett upp, það gekk ekkert upp og frammistaða íslenskra leikmenn var langt frá því sem við erum vön að sjá. Það náði enginn að láta ljós sitt skína í kvöld.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Östlund: Getum unnið alla með svona vörn Sænska skyttan kom á óvart með góðri frammistöðu gegn Íslandi í kvöld. 16. janúar 2015 21:09 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. Ísland átti ekki möguleika í Svíþjóð í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld, en okkar strákar töpuðu með átta marka mun, 24-16. „Það er ekki hægt að segja neitt annað um þennan leik nema hann hafi verið hreinasta hörmung. Það er sama hvar var drepið niður fæti: Það var ekkert í lagi fyrir utan vörn og markvörslu,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður, sem stýrði fyrsta þættinum af HM-kvöldi á Stöð 2 Sport. „Þetta er einhver slakasti landsleikur Íslands í tvo áratugi. Það var taugaveikun og andleysi. Varnarleikurinn var í sjálfu sér samt allt í lagi,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem var sammála. Sóknarleikurinn var vitaskuld hörmung í kvöld. „Við héldum ekki breidd, við sóttum stöðugt inn á miðsvæðið og það var ekkert tempó í leik íslenska liðsins. Við reyndum fimm skiptingar í fyrri hálfleik sem gengu ekki.“ „Við skorum eitt mark úr yfirtölu sem er skelfilegt, tólf mörk á 50 mínútum og tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta er lið sem á að skora 7-10 mörk í leik úr hröðum upphlaupum. Það breyttist svo ekkert í seinni hálfleik.“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var mönnum sammála, en hann skildi varla á hvað hann hefði verið að horfa. „Það var ótrúlegt að horfa á þennan leik. Það voru vonbrigði að sjá þetta og sjá hvernig liðið kom inn í mótið. Liðið virkaði ekki tilbúið á fyrstu mínútunum og komið 6-2 undir snemma,“ sagði hann. „Það var ótrúlegt að horfa á sóknarleikinn. Það var sama hvað var sett upp, það gekk ekkert upp og frammistaða íslenskra leikmenn var langt frá því sem við erum vön að sjá. Það náði enginn að láta ljós sitt skína í kvöld.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Östlund: Getum unnið alla með svona vörn Sænska skyttan kom á óvart með góðri frammistöðu gegn Íslandi í kvöld. 16. janúar 2015 21:09 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Sjá meira
Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08
Östlund: Getum unnið alla með svona vörn Sænska skyttan kom á óvart með góðri frammistöðu gegn Íslandi í kvöld. 16. janúar 2015 21:09
Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49
Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða