Handbolti

Aron: Eigum engan rétt á neinu vanmati gegn Alsír

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Aron Pálmarsson segir að íslenska liðið megi ekki vanmeta Alsír.
Aron Pálmarsson segir að íslenska liðið megi ekki vanmeta Alsír. Vísir/Eva Björk
Aron Pálmarsson segir að það hafi gengið illa að sofna í gærkvöldi eftir tapið gegn Svíum á HM í Katar í gær. „Við sofnuðum seint, svekktum okkur á þessu í rútunni á leið heim á hótelið og á fundi þegar þangað kom. Núna erum við búnir að ýta þessum leik frá okkur og einbeitum okkur að næsta leik gegn Alsír á morgun," sagði Aron en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni.

Er hægt að taka eitthvað jákvætt út úr þessum stóra ósigri gegn Svíum? „Bjöggi leit vel út og vörnin var ekki slæm. Við fengum aðeins 2-3 hraðaupphlaupsmörk en eigum að skora fleiri mörk þegar vörnin er að standa sig. Svo má ekki gleyma Arnóri Atlasyni sem stóð sig vel“.

Framundan er leikur við Alsír annað kvöld. „Þeir eru fyrirfram taldir með slakasta liðið í keppninni en við sjáum að það getur allt gerst í þessu móti, eins og úrslitin í leik Danmerkur og Argentínu. Við eigum engan rétt á neinu vanmati núna. Við ætlum að rífa okkur upp og koma okkur almennilega í gang. Það er betra að tapa núna heldur en seinna í mótinu. Við höldum ótrauðir áfram og ætlum okkur stóra hluti," segir Aron Pálmarsson sem var allt annað en ánægður með leik sinn í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Íslensk katastrófa í Katar

Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×