Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 13:45 Vísir/Eva Björk Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30