Handbolti

Stefán Rafn: Geri allt fyrir Ísland

Arnar Björnsson skrifar
Stefán Rafn er hér annar frá hægri.
Stefán Rafn er hér annar frá hægri. Vísir/Eva Björk
Stefán Rafn Sigurmannsson kom inn í leiknum gegn Svíum í gær til að leysa fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson af hólmi. Guðjón Valur var langt frá sínu besta í gær, líkt og svo margir aðrir í 24-16 tapi Íslendinga í gær.

„Við mættum hrikalega illa á boltann og sóttum alltof mikið inná miðjuna,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson sem hrósaði félaga sínum í markinu, Björgvini Páli, og segir að varnarleikurinn hafi verið í lagi. Hann eins og fleiri gefur sóknarleiknum ekki háa einkunn.

Hvernig hefur þú sjálfur staðið þig?

„Mér finnst að ég hafi komið fínt inn í liðið, ég reyni alltaf að nýta mín tækifæri og finnst mér að ég hafi gert það vel. Ég held bara áfram og reyni að bæta mig. Ég er alltaf tilbúinn og þegar kallið kemur mun ég gera allt fyrir Ísland. Það er hrikalega mikill heiður að fá að spila fyrir landið og ég er mjög stoltur. Ég er í fínu standi og búinn að vera hrikalega duglegur að æfa aukalega“.

„Við verðum að stúdera þá vel og notum æfinguna vel í kvöld til þess að setja upp einhver afbrigði á móti þeim. Ég held að við munum mæta tvíefldir til leiks og klára Alsíringa, það er alveg klárt“.




Tengdar fréttir

Íslensk katastrófa í Katar

Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×