Handbolti

Arnór: Vanmetum ekki Afríkumeistarana

Arnar Björnsson skrifar
Arnór á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær.
Arnór á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. Vísir/Eva Björk
Arnór Atlason var markahæstur í Svíaleiknum á föstudag og skoraði 5 mörk úr 8 skotum. Leikurinn tapaðist stórt, 24-16, og hann sagði að nóttin eftir leikinn hafi verið erfið en nú er sá hann að baki og framundan nýr leikur.

Arnór man ekki eftir því að landsliðið hafi skorað jafn fá mörk í landsleik. „Við verðum að taka á okkur ósigurinn og girða okkur í brók fyrir næstu verkefni. Við fengum bara 24 mörk á okkur og spiluðum fína vörn og Bjöggi átti góðan leik. Það er kannski það jákvæða sem við tökum út úr leiknum og fullt af Íslendingum uppi í stúku, það var gaman að sjá það. Þar með er það jákvæða upptalið,“ sagði Arnór en viðtalið við hann má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Alsír steinlá í fyrstu umferðinni og Arnór segir að leikurinn í kvöld verði allt öðru vísi en Svíaleikurinn. Varnarleikur þeirra er allt öðru vísi en við eigum að venjast þegar við mætum liðum frá Evrópu. Þetta eru Afríkumeistarar og því engir aukvisar og því þurfum við að halda vel á spöðunum hugsa um okkur og gera okkar hluti vel. Ef við gerum það þá ættum við að vinna þennan leik.“


Tengdar fréttir

Íslensk katastrófa í Katar

Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×