Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Arnar Björnsson í Katar skrifar 18. janúar 2015 18:17 Gensheimer fór mikinn gegn Rússum og skoraði níu mörk. vísir/getty Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. Byrjarnarlið Rússa var nánast það sama og gegn Íslendingum á HM á Spáni fyrir tveimur árum þegar Rússar unnu 30-25. Dmitri Kovalev var mættur í hægra hornið en hann meiddist skömmu fyrir HM á Spáni. Rússar byrjuðu vel og Þjóðverjar áttu í miklu basli með ógnarsterkan varnarleik þeirra. Svo grimmir voru Rússarnir í vörninni að tröllið Egor Evdokimov var rekinn tvisar af velli á skömmum tíma. Rússar voru sendir fjórum sinnum í skammarkrókinn á fyrstu 20 mínútum. Pavel Altman stjórnaði sóknarleik Rússa og hraður leikur þeirra kom reyndist Þjóðverjum erfiður. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer jafnaði metin í 6-6 með fjórða marki sínu. Þjóðverjar nýttu ekki tækifærið þegar þeir voru einum fleiri, Rússar efldust og spiluðu gríðarlega sterkan varnarleik. Einum færri skoraði Timur Dibirov úr hraðaupphlaupi og kom Rússum í 8-6. Rússar náðu fjögurra marka forystu áður en flautað var til leikhlés, 13-9. Þjóðverjar náðu aðeins að skora 9 mörk í fyrri hálfleiknum og til marks um sterkan varnarleik Rússa varði Igor Lecshin aðeins 3 skot í rússneska markinu. Þjóðverjar skoruðu 2 fyrstu mörkin í seinni hálfleik og Rússar misstu Alexander Pyshkin af velli. Heinevetter í markinu varði og Þjóðverjar skoruðu í næstu sókn, en það gerði Paul Drux. Heinevetter varði frá félaga sínum í Fuchse og Wienzek jafnaði metin en þá voru 3 mínútur og 17 sekúndur búnar af seinni hálfleik. Ekki veit ég hvað Dagur sagði við sína menn í hálfleik því þegar 4 mínútur og 22 sekúndur voru búnar af seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 14-14. Fimm þýsk mörk í röð, ótrúlegur kafli og Rússar voru komnir í klípu. Þýska vörnin þéttist en það kostaði sitt, Steffen Weinhold var rekinn af velli. Heinevetter varði frá Sergi Garbok en sænsku dómararnir dæmdu víti við litla hrifningu áhorfenda. Konstantin Igropulo kom Rússum yfir úr vítakastinu og eftir 5 mínútur af seinni hálfleik náðu Rússar loks að finna leiðina framhjá Heinevetter. Aftur jöfnuðu Þjóðverjar, frábært mark af línunni hjá Patrick Winenzek. Rússar skoruðu tvö næstu mörk en tveir Rússar voru sendir í skammarkrókinn á skömmum í sömu sókninni og það nýttu Þjóðverjar sér. Uwe Gensheimer skoraði af öryggi af vítalínunni, fimmta mark hans og Patrick Groetzki jafnaði metin úr hraðaupphlaupi. Stefan Kneer kom Þjóðverjum í 18-17 þegar rúmar 10 mínútu voru búnar af seinni hálfleik. Þýska vörnin þéttist og Rússum gékk æ erfiðar að finna leiðina í gegn. Svipað mynstur og í leiknum gegn Bosníumönnum í fyrstu umferðinnni. Þjóðverjar náðu tveggja marka forystu þegar Groetzki brunaði fyrstur fram í hraðaupphlaup og þrumaði boltanum framhjá Levshin. Sú sæla var skammvinn því Rússar skoruðu tvö næstu mörk og jöfnuðu í 19-19. Þá ákvað Dagur Sigurðsson að skipta Carsten Lichtlein inná í markið fyrir Heinevetter. Það sama gerði Oleg Kuleshov þjálfari Rússa, Oleg Grams fór í markið. Lichtlein, sem var frábær gegn Bosníumönnum byrjaði á því að verja, Þjóðverjar brunuðu fram og fengu víti og brottvísun á varnarmann Rússa. Gensheimer skoraði sjöunda mark sitt úr vítinu og Þjóðverjar voru aftur komnir með tveggja marka forystu og seinni hálfleikurinn hálfnaður. Kraftmikil vörn Þjóðverja kostaði þá tvær brottvísanir á skömmum tíma og Rússar gátu minnkað munninn í eitt mark. Carsten Lichtlein varði dauðafæri Kovalev úr horninu og Þjóðerjar náðu að halda tveggja marka forystu tveimur færri. Dibirov minnkaði í 1 mark og spennan í höllinni var rafmögnuð. Frábær leikur og 6 mínútum fyrir leikslok skoraði Groetski, 26-24. Hornamennirnir Gensheimer og Groetski þá búnir að skora 14 af 26 mörkum Þjóðverja. Lokamínúturnar voru ótrúlega spennandi. Rússar minnkuðu muninn í 1 mark þegar 34 sekúndur voru eftir og Þjóðverjar misstu Michael Kraus af velli. Annar Þjóðverji fauk útaf þegar 11 skeúndur voru eftir, tveimur færri náðu Þjóðverjar að hanga á forystunni. Pavel Altman kastaði boltanum út í hornið, allt of hátt og Þjóðverjar fögnuðu sigri 27-26. Frábær sigur fyrir Dag Sigurðsson en Þjóðverjar hafa unnið báða leikina í keppninni.Markahæstir Þjóðverja: Uwe Gensheimer 9 (úr 10 skotum) Patrrick Groetski 6 Patrick Wienzek 4Markahæstir Rússa: Konstantin Igropulo 6 Timur Dibirov 5 Pavel Altman 4 HM 2015 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. Byrjarnarlið Rússa var nánast það sama og gegn Íslendingum á HM á Spáni fyrir tveimur árum þegar Rússar unnu 30-25. Dmitri Kovalev var mættur í hægra hornið en hann meiddist skömmu fyrir HM á Spáni. Rússar byrjuðu vel og Þjóðverjar áttu í miklu basli með ógnarsterkan varnarleik þeirra. Svo grimmir voru Rússarnir í vörninni að tröllið Egor Evdokimov var rekinn tvisar af velli á skömmum tíma. Rússar voru sendir fjórum sinnum í skammarkrókinn á fyrstu 20 mínútum. Pavel Altman stjórnaði sóknarleik Rússa og hraður leikur þeirra kom reyndist Þjóðverjum erfiður. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer jafnaði metin í 6-6 með fjórða marki sínu. Þjóðverjar nýttu ekki tækifærið þegar þeir voru einum fleiri, Rússar efldust og spiluðu gríðarlega sterkan varnarleik. Einum færri skoraði Timur Dibirov úr hraðaupphlaupi og kom Rússum í 8-6. Rússar náðu fjögurra marka forystu áður en flautað var til leikhlés, 13-9. Þjóðverjar náðu aðeins að skora 9 mörk í fyrri hálfleiknum og til marks um sterkan varnarleik Rússa varði Igor Lecshin aðeins 3 skot í rússneska markinu. Þjóðverjar skoruðu 2 fyrstu mörkin í seinni hálfleik og Rússar misstu Alexander Pyshkin af velli. Heinevetter í markinu varði og Þjóðverjar skoruðu í næstu sókn, en það gerði Paul Drux. Heinevetter varði frá félaga sínum í Fuchse og Wienzek jafnaði metin en þá voru 3 mínútur og 17 sekúndur búnar af seinni hálfleik. Ekki veit ég hvað Dagur sagði við sína menn í hálfleik því þegar 4 mínútur og 22 sekúndur voru búnar af seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 14-14. Fimm þýsk mörk í röð, ótrúlegur kafli og Rússar voru komnir í klípu. Þýska vörnin þéttist en það kostaði sitt, Steffen Weinhold var rekinn af velli. Heinevetter varði frá Sergi Garbok en sænsku dómararnir dæmdu víti við litla hrifningu áhorfenda. Konstantin Igropulo kom Rússum yfir úr vítakastinu og eftir 5 mínútur af seinni hálfleik náðu Rússar loks að finna leiðina framhjá Heinevetter. Aftur jöfnuðu Þjóðverjar, frábært mark af línunni hjá Patrick Winenzek. Rússar skoruðu tvö næstu mörk en tveir Rússar voru sendir í skammarkrókinn á skömmum í sömu sókninni og það nýttu Þjóðverjar sér. Uwe Gensheimer skoraði af öryggi af vítalínunni, fimmta mark hans og Patrick Groetzki jafnaði metin úr hraðaupphlaupi. Stefan Kneer kom Þjóðverjum í 18-17 þegar rúmar 10 mínútu voru búnar af seinni hálfleik. Þýska vörnin þéttist og Rússum gékk æ erfiðar að finna leiðina í gegn. Svipað mynstur og í leiknum gegn Bosníumönnum í fyrstu umferðinnni. Þjóðverjar náðu tveggja marka forystu þegar Groetzki brunaði fyrstur fram í hraðaupphlaup og þrumaði boltanum framhjá Levshin. Sú sæla var skammvinn því Rússar skoruðu tvö næstu mörk og jöfnuðu í 19-19. Þá ákvað Dagur Sigurðsson að skipta Carsten Lichtlein inná í markið fyrir Heinevetter. Það sama gerði Oleg Kuleshov þjálfari Rússa, Oleg Grams fór í markið. Lichtlein, sem var frábær gegn Bosníumönnum byrjaði á því að verja, Þjóðverjar brunuðu fram og fengu víti og brottvísun á varnarmann Rússa. Gensheimer skoraði sjöunda mark sitt úr vítinu og Þjóðverjar voru aftur komnir með tveggja marka forystu og seinni hálfleikurinn hálfnaður. Kraftmikil vörn Þjóðverja kostaði þá tvær brottvísanir á skömmum tíma og Rússar gátu minnkað munninn í eitt mark. Carsten Lichtlein varði dauðafæri Kovalev úr horninu og Þjóðerjar náðu að halda tveggja marka forystu tveimur færri. Dibirov minnkaði í 1 mark og spennan í höllinni var rafmögnuð. Frábær leikur og 6 mínútum fyrir leikslok skoraði Groetski, 26-24. Hornamennirnir Gensheimer og Groetski þá búnir að skora 14 af 26 mörkum Þjóðverja. Lokamínúturnar voru ótrúlega spennandi. Rússar minnkuðu muninn í 1 mark þegar 34 sekúndur voru eftir og Þjóðverjar misstu Michael Kraus af velli. Annar Þjóðverji fauk útaf þegar 11 skeúndur voru eftir, tveimur færri náðu Þjóðverjar að hanga á forystunni. Pavel Altman kastaði boltanum út í hornið, allt of hátt og Þjóðverjar fögnuðu sigri 27-26. Frábær sigur fyrir Dag Sigurðsson en Þjóðverjar hafa unnið báða leikina í keppninni.Markahæstir Þjóðverja: Uwe Gensheimer 9 (úr 10 skotum) Patrrick Groetski 6 Patrick Wienzek 4Markahæstir Rússa: Konstantin Igropulo 6 Timur Dibirov 5 Pavel Altman 4
HM 2015 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira