Aron: Hafði aldrei áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:17 Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03