Handbolti

Snorri Steinn: Fór aðeins um mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Snorri á ferðinni í dag.
Snorri á ferðinni í dag. vísir/eva björk
„Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn.

„Við vorum að spila okkur í færin og spila vel. Skotin voru ekki góð án þess að taka neitt af þeirra markverði. Við töluðum um það í hálfleik að vanda skotin og halda sama dampi. Þá myndi þetta snúast okkur í vil sem það og gerði," sagði Snorri en hafði hann ekki áhyggjur af því hversu illa gekk að skora?

„Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafi verið eitthvað þægilegt. Það vita allir að sóknarleikurinn gegn Svíum var hræðilegur og að sama skapi skotnýtingin. Eðlilega fór aðeins um mig. Það eru leikmenn hérna sem hafa farið í gegnum þetta allt og það sýnir líka karakter og styrk að koma til baka eftir svona hræðilegan leik og var gegn Svíum.

„Við eigum enn meira inni og ég tel okkur geta betur. Svona mót er langt og strangt og það þarf að vera stígandi. Það er ekki alltaf gott að byrja allt of vel. Nú reynum við bara að bæta okkur í næsta leik."

Hlusta má á viðtalið við Snorra hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×