Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 13:45 Elon Musk vill skjóta fjögur þúsund gervihnöttum á sporbraut um jörðina. Vísir/AFP Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla og stofnandi SpaceX, tilkynnti á föstudaginn nýjar áætlanir SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins og Mars. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Musk kynnti þetta á kynningarfundi í Seattle á föstudaginn, en hann sagði þar að tekjur af gervihnattanetinu mæti nota til að fjármagna byggð manna á Mars. Hann segir að hægt væri að byggja hvern gervihnött fyrir minna en eina milljón dala og að þeir yrðu rúm 100 kíló að þyngd. Þá telur hann að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala, sem er meira en þúsund milljarðar króna.Menn á Mars innan tuttugu ára Musk vill byggja upp nýlendu á Mars og hann tilkynnti það fyrst árið 2011. Þá sagðist hann ætla að senda menn til rauðu plánetunnar innan tuttugu ára. Fyrirtæki hans SpaceX hefur undanfarin ár unnið að því að þróa nýja tegund eldflauga sem hægt væri að nota oftar en einu sinni. Þannig væri hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Fyrir skömmu skaut SpaceX þessari nýju tegunda flauga á loft, sem flutti birgðar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það tókst, en til stóð að lenda eldflauginni aftur í heilu lagi á fljótandi pramma. Það tókst ekki, en myndband af lendingunni má sjá hér. Close, but no cigar. This time. https://t.co/JowUE6a1D7— SpaceX (@SpaceX) January 16, 2015 SpaceX gerði nýverið samning við NASA um að ferja geimfara til geimstöðvarinnar og byrja fyrirtækir fyrirtækisins árið 2017. Ljóst er að fyrirtækið hefur á skömmum tíma aflað mikillar reynslu og þekkingar í geimferðum, sem mun einungis aukast á næstu árum. Hér að neðan má sjá myndband frá vefnum The Verge um hvað til þurfi varðandi nýlendu á Mars.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira