Viðskipti erlent

Íbúð seld í á 13 milljarða króna í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Útsýnið úr íbúðinni er ekki af verri endanum.
Útsýnið úr íbúðinni er ekki af verri endanum.
Tveggja hæða íbúð í New York seldist nýlega á 100,5 milljónir dala, um 13 milljarða króna, og er það dýrasta íbúð borgarinnar. Hún er á tveimur efstu hæðum háhýssins One 57 á Manhattaneyju og stendur við Central Park.

Um er að ræða hæðir númer 89 og 90 og er íbúðin rúmlega þúsund fermetrar. Samkvæmt The Real Deal miðlinum, kemur ekki fram í sölugögnum hver kaupandi íbúðarinnar er.

Áður var dýrasta íbúð borgarinnar keypt af rússneska auðjöfrinum Dmitry Rybolovlev, en hún kostaði 88 milljónir dala.

Í íbúðinni er gufubað, sýningasalur og bókasafn svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×