Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 08:45 Róbert Gunnarsson. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn