Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 08:45 Róbert Gunnarsson. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira