Nýársbombur frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 12:04 Magnús Þór Gunnarsson. Vísir/Ernir Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar! Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar!
Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira