Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:42 Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Valli „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn. HM 2015 í Katar Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti