Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:42 Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Valli „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn. HM 2015 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira